Fjórða samantektarskýrsla vísindanefndar um loftslagsbreytingar
Ágrip úr skýrslunni
Þessi skýrsla staðfestir, svo ekki verður um villst, að loftslagsbreytingar eru byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi með vaxandi áskorunum fyrir efnahag, samfélag og náttúru. Til að tryggja að þær áskoranir verði ekki meiri en við er ráðið þarf umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna. Þar gegna stjórnvöld, atvinnulíf og stefnumótendur lykilhlutverki. Draga þarf úr losun eins hratt og unnt er og aðlaga samfélagið þannig að það ráði við álagið. Loftslagsvá er viðfangsefni samfélagsins alls og forðast þarf andvaraleysi gagnvart áhættunni.
Ágrip úr skýrslunni
Veðurmælingar sýna að verulega hefur hlýnað frá upphafi 20. aldar og er hlýnunin um 1,0 °C á öld miðað við tímabilið 1900 til 2020, meiri að vetri (1,4 °C/100 ár) og minni að sumri (0,7 °C/100 ár). Hlýnunin var ekki órofa, hlýskeið var um miðbik aldarinnar, kuldakast náði hámarki í lok 8. áratugarins og um miðbik þess 10. fór að hlýna ákaft
Ágrip úr skýrslunni
Fyrirsjáanlegar loftslagsbreytingar auka þörf á vöktun og rannsóknum á ýmsum þáttum náttúrufars. Vísindanefnd ítrekar fyrri ábendingar um að mikilvægt sé að skipuleg viðbrögð við loftslagsvá byggi á haldbærum rannsóknum og þekkingaröflun. Mikilvægt er að skipuleggja og fjármagna vöktun á lykilþáttum íslenskrar náttúru.
Ágrip úr skýrslunni
Viðhorf Íslendinga til loftslagsbreytinga hefur tekið miklum breytingum á síðustu árum. Mikill meirihluti landsmanna (86%) telur að loftslagsbreytingar eigi sér stað og að þær séu vandamál. Meirihluti (60%) telur að þeir beri ábyrgð á að draga úr loftslagsbreytingum og að aðgerðir muni skapa komandi kynslóðum betra líf (81%). Færri telja að framfærslukostnaður muni aukast (28%) […]
Ágrip úr skýrslunni
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru loftslagsbreytingar stærsta heilsufarsógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Á heimsvísu valda loftslagsbreytingar m.a. aukningu í algengi smitbærra og ósmitbærra sjúkdóma, ótímabærra dauðsfalla og vannæringar.
Ágrip úr skýrslunni
Loftslagsbreytingar, afleiðingar og viðbrögð við þeim gera loftslagsmál að einu stærsta efnahagsmáli samtímans. Áhrif á atvinnuvegi geta verið bæði bein og óbein, svo sem í gegnum aðfangakeðjur, og haft samfélags- og efnahagslegar afleiðingar. Aðlögunaraðgerðir geta mildað áhrifin og auðveldað að nýta á jákvæðan hátt þær umbreytingar sem felast í viðbrögðum við loftslagsbreytingum.
Ágrip úr skýrslunni
Loftslagsbreytingar eru þegar farnar að hafa áhrif á ýmsa innviði á Íslandi sem hefur kallað á viðbrögð stofnana og fyrirtækja. Áhrif loftslagsbreytinga, s.s. þurrkar, aukin úrkomuákefð, umhleypingar, flóð og hækkuð sjávarstaða, geta haft áhrif á forða, vatnsöflun og dreifikerfi vatnsveitna og þar með á neysluvatn.
Ágrip úr skýrslunni
Íslenskt þjóðfélag býr yfir mikilli þekkingu og reynslu við að bregðast við náttúruvá. Mikilvægt er að áhættustýringu verði beitt til að draga úr líkum þess að alvarleg tjón verði með skipulögðu áhættumati og viðbrögðum. Horfa þarf til aukinnar náttúrvár við skipulagsgerð.
Ágrip úr skýrslunni
Þegar samfélög standa frammi fyrir loftslagsvá geta viðbrögðin verið af þrennum toga: Að þjást eða draga úr losun og aðlagast afleiðingunum. Aðlögun að loftslagsbreytingum er staðbundin aðgerð sem felst í því að undirbúa samfélög, fólk, kerfi og náttúru undir áhrif loftslagsbreytinga, lágmarka skaðlegar afleiðingar þeirra og nýta möguleg tækifæri. Aðlögun er lykilþáttur í því að tryggja langtímaviðbrögð við loftlagsbreytingum með það að markmiði að vernda fólk, lífsviðurværi og vistkerfi.
Ágrip
Kafli 1. Hnattrænar loftslagsbreytingar
Kafli 2. Veðurfar, vatnafar, jöklar og sjávarstaða
Kafli 3. Líklegar loftslagsbreytingar á Íslandi á öldinni
Kafli 4. Lífríki lands og landnýting
Kafli 5. Ástand og lífríki sjávar
Kafli 6. Samfélag, menning og félagslegir innviðir
Kafli 7. Lýðheilsa, heilbrigðiskerfið og samfélag
Kafli 8. Atvinnuvegir
Kafli 9. Byggðir innviðir
Kafli 10. Áhættur, náttúruvá og áskoranir þvert á landamæri
Kafli 11. Aðlögun að loftslagsbreytingum
Viðauki A: Yfirlit yfir niðurstöður 6. Matshrings (AR6)
Viðauki B: SR – sérskýrslur IPCC 2018-2019
Viðauki C: Sviðsmyndir um losun, félagslega og hagræna þróun
Viðauki D: Skammstafanir og orðskýringar
Vísindanefnd um loftslagsbreytingar er skipuð af ráðherra og er ætlað að kortleggja ástand þekkingar á loftslagsbreytingum og áhrifa þeirra hér á landi, hver séu helstu óvissuatriði tengd áhrifum loftslagsbreytinga og hvaða vafamál sé brýnt að skoða betur.
Starfsmenn á skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar á Veðurstofu Íslands unnu náið með nefndinni og aðstoðuðu við fundahöld og málstofur, sem og ritstörf og uppsetningu skýrslu.
Eftirfarandi aðilar unnu að gerð skýrslunnar:
Vísindanefnd:
Starfsmenn skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar:
© Veðurstofa Íslands 2023
Bústaðavegi 7-9
105 Reykjavík
Kt. 630908-0350
Sími: 552-6000